Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fjóra í tengslum við rannsókn á líkamsárás í gær. Var málið í rannsókn fram eftir kvöldi og inn í nóttina samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Kært verður fyrir líkamsárás, vopnalagabrot og vörslu fíkniefna. Tvær aðrar líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu í nótt.
Nokkrir voru handteknir vegna aksturs undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og hnífur var haldlagður af manni sem reyndist hafa í hótunum.
Þá var maður vistaður í fangageymslu vegna heimilisofbeldis og eldra þjófnaðarmáls sem hann var eftirlýstur fyrir.
Umræða