Hvenær verður aðildarumsókn Íslands að ESB dregin formlega til baka?
Það er ekki til of mikils mælst að þeir standi við þær yfirlýsingar og kosningaloforð.
Nú háttar svo til að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu, sem samþykkt var með formlegum hætti á Alþingi sumarið 2009 liggur enn í skúffu í Brussel og telst þar liggja formlega fyrir.
Veturinn 2015 var sett upp sjónarspil af þáverandi ríkisstjórn, sem hélt því fram að umsóknin hefði verið dregin til baka. Það var og er hrein ósannindi.
Innann Evrópusambandsins er allt á tjá og tundri. Þar er hver höndin upp á móti annarri og allt bendir til að ástandið versni á næstu árum. Á sama tíma berst skrifstofuveldið í Brussel með kjafti og klóm gegn útgöngu Breta og reynir að gera þeim eins erfitt fyrir og það mögulega getur.
Það er tími kominn til að afgreiða þetta mál af okkar hálfu og draga umsókn okkar að ESB formlega til baka með sérstakri samþykkt Alþingis.
Hver er staða NATÓ eftir leiðtogafundinn?
,,Hver er staða Atlantshafsbandalagsins eftir leiðtogafundinn fyrr í þessari viku?
Það er ekki auðvelt að átta sig á því. Miðað við ummæli annarra leiðtoga aðildarríkjanna virðist Bandaríkjaforseti hafa ýkt mjög árangur sinn á fundinum. Hvaða tilgangi getur það þjónað?
Eftir stendur óvissa um afstöðu Bandaríkjanna til bandalagsins.
Augljóst er að þegar hér er komið sögu hafa Evrópuríkin sameinuð efnahagslega burði til að verja sig sjálf. Angela Merkel hefur ítrekað lýst þeirri skoðun, að það hljóti þau að gera.
Rússland er ekki sama veldi og Sovétríkin voru um skeið en þau hrundu efnahagslega áður en þau hrundu pólitískt. Rússland er risi á efnahagslegum brauðfótum en hefur hins vegar lagt áherzlu á hernaðarlega uppbyggingu á ný á seinni árum. Nágrönnum þeirra stendur ógn af Rússum. Það er skiljanlegt í ljósi Krímskaga og Úkraínu.
Óvissan um afstöðu Bandaríkjanna er hins vegar sérstakt vandamál fyrir okkur Íslendinga. Varnarsamningurinn við þau er, ásamt aðildinni að NATÓ kjarninn í öryggismálapólitík okkar.
En Bandaríkjaforseti hefur að vísu ekkert gefið til kynna um að sá samningur standi ekki fyrir sínu.“
Segir Styrmir Gunnarsson, f.v. Ritstjóri Morgunblaðsins.