Dregist að setja reglur um hámarsks styrki til stjórnmálaflokka
Ríkisútvarpið fjallar í dag um Samherjaskjölin og þar kemur m.a. fram að gögn spillingarlögreglu sýni að greiðslur frá Samherja hafi farið inn á reikning sem Swapo flokkurinn stjórnar. Þá kemur einnig fram að Geingob Namibíuforseti sagði í gær þar sem hann svaraði fullyrðingum lögmanns spillingarlögreglunnar. Að flokkurinn hefði ekki fengið neina beina styrki og Sophia Shaningwa, framkvæmdastjóri flokksins, tók undir með Geingob. Forsetinn sagði að dregist hefði að setja reglur um hámark sem styrkja má stjórnmálaflokka um.
Sex eru í gæsluvarðhaldi á grundvelli ákæru
Lögmaður spillingarlögreglunnar sagði að hluti þess fjár sem sakborningar í spillingarmálinu komust yfir hefði verið notaður til að fjármagna kosningabaráttu Swapo. Fjallað er um málið í namibíska dagblaðinu The Namibian í dag undir forsíðufyrirsögninni „Samherji Swapo donation puzzle“. Það mætti þýða sem Ráðgátan um Samherjastyrki Swapo. Þar segir að fréttamenn blaðsins hafi komist að því að Samherji hafi greitt fé inn á reikning Swapo. Það stangist á við yfirlýsingu forsetans. Segir jafnframt í frétt Rúv sem má lesa hér