Þann 8. júlí síðastliðinn kom skip til hafnar í Straumsvík með fjóra laumufarþega innanborðs. Talið er að þeir hafi komið um borð í skipið í Senegal um mánaðarmótin maí/júní.
Laumufarþegarnir uppfylla ekki skilyrði um komu til landsins þar sem þeir hafa engin gögn á sér sem geta staðfest uppruna þeirra.
Mennirnir hafa dvalið í sóttvarnarhúsi og vinnur lögregla nú að því að staðfesta þjóðerni þeirra.
Lögregla mun ekki veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Umræða