Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað nýja stjórn listamannalauna, sbr. ákvæði 3. gr. laga nr. 57/2009 um listamannalaun. Skipunartímabilið er frá 1. júlí 2021 til 31. maí 2024. Hlutverk stjórnarinnar er m.a. að gera tillögu til ráðherra um stefnu og áherslur við úthlutun listamannalauna til þriggja ára í senn og hafa eftirlit með að skilyrðum um starfslaun sé fylgt.
Stjórnin er þannig skipuð:
Jónatan Garðarsson formaður, skipaður án tilnefningar,
Ásgerður Júníusdóttir varaformaður, tilnefnd af Bandalagi íslenskra listamanna,
Eva María Árnadóttir tilnefnd af Listaháskóla Íslands.
Varamenn eru:
Vigdís Jakobsdóttir skipuð án tilnefningar,
Guðmundur Helgason tilnefndur af Bandalagi íslenskra listamanna,
Árni Heimir Ingólfsson tilnefndur af Listaháskóla Íslands.
Umræða