Hugleiðingar veðurfræðings
Stíf norðlæg átt í dag með rigningu og svölu veðri norðantil á landinu og jafnvel slyddu á fjallvegum. Bjart með köflum og mildara syðra, en líklega skúrir á stöku stað síðdegis. Heldur hægari vindur austanlands á morgun, annars svipaður vindur. Víða rigning, en skýjað með köflum og að mestu þurrt um landið suðvestanvert. Hiti 5 til 10 stig, en 10 til 18 sunnan heiða, hlýjast syðst á landinu.
Veðurhorfur á landinu
Norðan og norðvestan 8-15 m/s í dag, hvassast vestantil á landinu og við austurströndina. Bætir heldur í vind í kvöld. Víða rigning á norðurhelmingi landsins og jafnvel slydda til fjalla, hiti 3 til 8 stig. Bjart með köflum á sunnanverðu landinu, en stöku skúrir síðdegis. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast syðst.
Norðan 10-18 á morgun, en hægari um landið austanvert. Víða rigning, en skýjað með köflum og úrkomulítið suðvestantil. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast sunnanlands, en 5 til 10 stig á Norður- og Austurlandi.
Spá gerð: 13.07.2023 03:57. Gildir til: 14.07.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Norðlæg átt 5-13 og dálítil væta norðanlands, en skýjað með köflum og stöku skúrir sunnan heiða. Hiti 6 til 16 stig, mildast sunnanlands.
Á sunnudag:
Norðlæg átt yfirleitt 5-10 m/s. Rigning eða súld með köflum norðantil á landinu og hiti 5 til 10 stig. Þurrt og bjart að mestu sunnan- og vestanlands og hiti að 18 stigum.
Á mánudag og þriðjudag:
Norðlæg átt, skýjað og lítilsháttar væta norðaustan- og austanlands, en yfirleitt bjart sunnan- og vestantil. Hlýnar lítið eitt.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir hæglætisveður. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti 10 til 18 stig.
Spá gerð: 13.07.2023 07:46. Gildir til: 20.07.2023 12:00.