Sýningarfyrirtækið Ritsýn hélt í fyrra þrjár stórsýningar í Laugardalshöllinni á sviði sjávarútvegs, landbúnaðar og stóreldhúsa. Í ár heldur Ritsýn sýningu er nefnist IÐNAÐARSÝNGIN 2023 og hefst hún fimmtudaginn 31. ágúst og lýkur laugardaginn 2. september.
Að sögn Ólafs M. Jóhannessonar, framkvæmdastjóra sýningarinnar hafa þegar ríflega 100 fyrirtæki pantað bása á sýninguna. „Við höfum fengið einstaklega góð viðbrögð við sýningunni og það sem vekur einkum athygli okkar hversu fjölbreytt flóra fyrirtækja hefur pantað sýningarpláss.
Þarna verða bæði stórfyrirtæki og líka minni sprotafyrirtæki og allt þar á milli. Helstu svið sýningarinnar verða líka fjölbreytt eða mannvirki, orka, innviðir, hönnun og vistvænar lausnir.“
Þá segir Ólafur enn fremur. „Það villstundum gleymast að iðnaður er mjög umfangsmikill og fjölbreyttur á Íslandi.
Sýningin er unnin í samvinnu við Samtök iðnaðarins er þar eru 1.400 fyrirtæki og félög sjálfstæðra atvinnurekenda. Þessi samvinna við svo öflug fagsamtök skiptir okkur miklu máli“, segir Ólafur að lokum.
Allar frekari upplýsingar um sýninguna IÐNAÐARSÝNINGIN 2023 veita: Ólafur framkvæmdastjóri olafur@ritsyn.is 698 8150. Inga markaðsstjóri inga@ritform.is 898 8022.