Sem varaþingmaður sendi Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, Miðflokki, fyrirspurn um skattahækkanir í tíð síðustu vinstristjórnar og hvaða skattar hefðu verið lækkaðir aftur. Svar hefur borist henni og í svarinu kom m.a. fram listi um skatta sem hækkuðu:
- Tekjuskattur
- Fjármagnstekjuskattur
- Tekjuskattur lögaðila
- Nefskattar
- Orkuskattur
- Bifreiðagjald
- Kolefnisgjald
- Erfðafjárskattur
- Virðisaukaskattur
- Almenn vörugjöld og fleiri og fleiri….
,,Á árunum 2013-2016 voru ýmsir skattar lækkaðir en svo virðist sem nú hafi skattagleðin tekið völdin aftur. Næsta ríkisstjórn verður að gera kerfið skilvirkara, lækka skatta og álögur og stuðla að umhverfi fyrir hraðari verðmætasköpun. Til þess þarf Miðflokkinn í næstu ríkisstjórn.“
Umræða