Stjórn Landeldis hf. hefur ráðið Eggert Þór Kristófersson í starf forstjóra félagsins. Hann mun hefja störf þann 17. ágúst næstkomandi. Eggerti var sagt upp sem forstjóra Festi hf. nýlega og fékk greiddan starfslokasamnings upp á um 76 milljónir króna.
Eggert er fæddur árið 1970. Á árunum 1995 til 2008 starfaði Eggert hjá Íslandsbanka og Glitni þ.m.t. sem framkvæmdastjóri eignastýringar Glitnis banka á Íslandi og í Finnlandi. Eggert tók við starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs N1 árið 2011 og tók við starfi forstjóra N1 í febrúar 2015.
Sem síðar varð Festi hf., ásamt að hafa verið stjórnarformaður N1, Krónunnar, ELKO, Festi Fasteigna, Bakkans Vöruhótels, Malik Supply A/S og Nordic Marine Oil í Danmörku. Hann er með Cand. oecon. gráðu á endurskoðunarsviði í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og er jafnframt löggiltur verðbréfamiðlari.
Discussion about this post