10 DAGA SPÁIN FRÁ Í MORGUN ER ANSI AFGERANDI
,,Þó ég reyni hvað ég get að fylgjast lítt eða ekki með veðrinu heima, gat ég ekki annað en staldrað við og fjallað aðeins um enn eitt kuldadragið í háloftunum yfir landinu þetta sumarið.“ Segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á vef sínum Blika.is.
,,10 daga spá Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar talar sínu máli. Spáð er kunnuglegu lægðardragi í háloftunum yfir landinu. Það bæði skarpara og kaldara en síðustu 10 dagana sem seinni myndin sýnir til samanburðar. Málið er að sumarveðráttan hefur verið alveg ágæt norðan- og austanlands síðustu vikuna eða svo og hámakshiti dagsins flesta daga náð um eða yfir 20 stigum. Önnur saga reyndar sunnan- og vestanlands, þar sem verið hefur þungbúið í S- og SV-áttinni.
Eftir daginn í dag, 13.ágúst, verður smám saman svalara á landinu. Reyndar er spáð stroku af mildu lofti með skilum fremur djúprar lægðar úr suðvestri um miðja vikuna. Henni er spáð til austurs fyrir sunnan landið og beinir í lokin til okkar lofti úr norðri og norðvestri.“ Segir Einar og er með svarið um hvort að sumarið sé þar með búið á vefnum BLIKA.IS