Hugleiðingar veðurfræðings
Víða rjómablíða í dag, en þó verður áfram lágskýjað austantil og eins gæti verið vart við þokuloft hér og þar í fyrstu, en sólin mun bræða það fljótt og vel. Fremur svalt verður þar sem skýjað verður, hitinn þar gæti náð 10 stigum, en þar sem sólar gætir gæti hitinn ná 22 stigum þar sem best lætur.
Á morgun verður víða bjart veður en vindáttin líklega orðin suðvestlæg og hlýtt um allt land.
Spá gerð: 13.08.2023 06:31. Gildir til: 14.08.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Norðaustlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s. Léttskýjað um mest allt land, en skýjað og sums staðar súld austast.
Suðvestlægari á morgun, skýjað um landið suðvestanvert, annars bjartviðri. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast suðvestantil í dag, en á Norðausturlandi á morgun.
Spá gerð: 13.08.2023 09:23. Gildir til: 15.08.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag og miðvikudag:
Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt og dálítil væta öðru hverju, en yfirleitt þurrt norðaustanlands. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast fyrir norðan og austan.
Á fimmtudag:
Suðaustlæg átt, 5-13 m/s og rigning með köflum sunnanlands, annars yfirleitt þurrt. Hiti breytist lítið.
Á föstudag:
Ákveðin austlæg átt með rigningu, en úrkomulítið á Norðurlandi og áfram hlýtt í veðri.
Á laugardag:
Útlit fyrir áframhaldandi austlæga átt, rigningu með köflum og hlýindi, en þurrt að kalla fyrir norðan.
Spá gerð: 13.08.2023 07:55. Gildir til: 20.08.2023 12:00.