Í kjölfar breytinga á stofnunum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins auglýsti ráðuneytið embætti forstjóra Náttúrufræðistofnunar laust til umsóknar í byrjun júlí sl.
Sex umsækjendur eru um embætti forstjóra Náttúrufræðistofnunar:
- Eydís Líndal Finnbogadóttir, settur forstjóri Náttúrufræðistofnunar
- Guðmundur Þórðarson, samningamaður og sérfræðingur
- Jón Einar Jónsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Snæfellsnesi
- Kristófer S. Arnar P. Júlíusson, líftæknir
- María Ester Guðjónsdóttir, ferðamála- og viðskiptafræðingur
- Rakel Rún Karlsdóttir, jarðfræðingur
Hæfnisnefnd sem skipuð hefur verið af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra mun meta hæfni og hæfi umsækjenda og skila greinargerð til ráðherra. Upplýsingar um hæfnisnefndina er að finna hér.
Umræða