Bjarni Benediktsson bendir á að þjóðin eigi að vera í fremstu röð þegar að kemur að lífskilyrðum. Verðmætasköpunin sé ein sú mesta í heimi og það ætti því að vera bjart framundan hjá þeim hópum sem að hafa verið að óska eftir leiðréttingum sinna kjara.
Stefnuræða Katrínar Jakobsdóttur var litlaus og innihaldslítil stefnuræða sem að snérist í upphafi um veðrið og ferð hennar í sundlaug norður í Bjarnafirði og endaði á sögum frá Seyðisfirði, þar sem að rætt var um gangstéttarhellur við sundlaug og að verð á ís í brauðformi mætti vera lægra. Það var ekkert nýtt að frétta og ekkert sem kom á óvart í stefnuræðunni, allt hafði þjóðin heyrt áður, oft.
Varðandi kjaramál, málið sem að þjóðin beið eftir að fá nýjar fréttir af, þá var ekkert að frétta hjá forsætisráðherra, Það á bara að halda áfram að gera ekki neitt í kjaramálum ef að ræða hennar er skoðuð. Það voru að vísu haldnir tíu fundir en án sýnilegrar niðurstöðu.
Hún nefndi lækkun á skatti sem að nemur um 500 krónum á mánuði eða samtals, einu oststykki á þriggja mánaða fresti fyrir þá lægst launuðu, eins og Þorsteinn Víglundsson, benti á í ræðu sinni.
Öryrkjar mundu fá fjóra milljarða í leiðréttingu á sínum kjörum sem er nákvæmlega sama upphæð og var notuð til holufyllinga í vor og skilar litlu sem engu til handa þeim hópi. Stjórnarandstaðan benti að vanda á hið augljósa, misskiptinguna, vaxtaokur, ofurskatta og bága stöðu þeirra verst settu og fátæktina á Íslandi sem að m.a. 6.300 börn búa við. Ásamt hörmulegri stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaði auk fjölda annara alvarlegra mála sem að hafa setið á hakanum og verið óleyst undanfarin ár og snúa að lífskjörum á Íslandi.
Ekki var einu orði eytt í grafalvarlegt ástand og fátækt þeirra sem að minnst hafa, í stefnuræðu formannst vinstri flokksins VG og forsætisráðherra Íslands. Ekki var minnst einu orði á að taka á krónu á móti krónu skerðingum sem að ÖBÍ mun nú stefna ríkinu fyrir dóm með, á komandi vetri. En bæði launþegahreyfingar og ÖBÍ hafa boðað til hörðustu aðgerða seinni tíma, til leiðréttinga lífskjara á næstunni.
En góðu fréttirnar eru þær að Bjarni Benediktsson upplýsti þjóðina um að það væri til nóg af peningum og staðan hefði aldrei verið betri hjá íslenska ríkinu.
Ríkið hafi m.a. greitt niður skuldir upp á 660 milljarða og 140 milljarða inn á lífeyrisskuldbindingar eða samtals 840 milljarða og ríkissjóður samt með góðan afgang.
Vermætasköpun sé og hafi verið á undanförnum árum, með því mesta í heimi og hafi aldrei verið betri og að við séum á meðal 10 efstu í veröldinni í verðmætasköpun og því alveg sjálfsögð krafa allra, að lífsskilyrði á Íslandi ættu að vera í allra fremstu röð á meðal þjóða.
Ef marka má orð fjármálaráðherrans, ætti ekki að vera neinu að kvíða á haustdögum, varðandi róttæka og ríflega leiðréttingu kjara á Íslandi. Staðan hafi aldrei verið betri og verðmætasköpunin ein sú hæsta hjá íslensku þjóðinni.
Framundan ætti því að vera auðvelt að skipta þeim verðmætum réttlátlega, til þess að skapa þau eðlilegu lífsskilyrði sem að við eigum svo óralangt í land með, til þess að vera á pari við nágrannalöndin.
Fréttatíminn 13.09.2018
https://gamli.frettatiminn.is/2018/09/13/solveig-anna-jonsdottir-tjair-sig-um-stefnuraedu-katrinar-jakobsdottur/