Lögreglan varar við því að innbrotsþjófar eru á ferð og hvetur íbúa að læsa útidyrum og gluggum á Norðurlandi eystra af gefnu tilefni
,,Okkur langar að biðja ykkur að muna að læsa útidyrum íbúða og húsa ykkar og ef þið farið af bæ að sjá til þess að gluggar séu lokaðir ef búið er á jarðhæð.
Við höfum grun um að óprúttnir aðilar séu nú á ferð um Norðurland en frést hefur af grunsamlegum mannaferðum og fólki að taka í hurðarhúna íbúða. Einnig er eitthvað um að fólk sé að banka og spyrja furðulegra spurninga, væntanlega í þeim tilgangi að kanna hvort einhver sé heima. Verum á varðbergi. Með kveðju, Lögreglan á Norðurlandi eystra.“
,,Okkur langar að biðja ykkur að muna að læsa útidyrum íbúða og húsa ykkar og ef þið farið af bæ að sjá til þess að gluggar séu lokaðir ef búið er á jarðhæð.
Við höfum grun um að óprúttnir aðilar séu nú á ferð um Norðurland en frést hefur af grunsamlegum mannaferðum og fólki að taka í hurðarhúna íbúða. Einnig er eitthvað um að fólk sé að banka og spyrja furðulegra spurninga, væntanlega í þeim tilgangi að kanna hvort einhver sé heima. Verum á varðbergi. Með kveðju, Lögreglan á Norðurlandi eystra.“
Umræða