.
Matvælastofnun beinir þeim tilmælum til fólks sem er að koma frá Noregi að gæta ýtrustu varkárni til að koma í veg fyrir að sjúkdómur í hundum þar í landi berist til Íslands. Smitið, sem lýsir sér í blóðugum uppköstum og niðurgangi, hefur valdið bráðum dauða þrátt fyrir meðhöndlun.
Fólk sem hefur verið í mikilli snertingu við veika hunda eða verið á svæðum þar sem mörg tilfelli hafa greinst er bent á að skipta um fatnað og þrífa og sóttheinsa skófatnað fyrir komu.
Bann við innflutningi hunda frá Noregi sem Matvælastofnun setti 6. september mun vera áfram í gildi um óákveðinn tíma. Stofnunin fylgist áfram með þróuninni, tíðni nýrra tilfella, dreifingu og þeirri greiningarvinnu á ástæðu og uppruna smits, sem unnið er að af miklu kappi í Noregi. Bannið verður endurskoðað þegar ástæða veikindanna og uppruni liggja fyrir eða tíðni tilfella fellur.
Fólk sem hefur verið í mikilli snertingu við veika hunda eða verið á svæðum þar sem mörg tilfelli hafa greinst er bent á að skipta um fatnað og þrífa og sóttheinsa skófatnað fyrir komu.
Bann við innflutningi hunda frá Noregi sem Matvælastofnun setti 6. september mun vera áfram í gildi um óákveðinn tíma. Stofnunin fylgist áfram með þróuninni, tíðni nýrra tilfella, dreifingu og þeirri greiningarvinnu á ástæðu og uppruna smits, sem unnið er að af miklu kappi í Noregi. Bannið verður endurskoðað þegar ástæða veikindanna og uppruni liggja fyrir eða tíðni tilfella fellur.
Umræða