• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Login
Mánudagur, 29. maí 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
Frettatiminn
No Result
View All Result

Vegagjöld eru ömurleg árás á láglaunfólk

ritstjorn by ritstjorn
13. september 2019
in Fréttir, Innlent
0
Share on FacebookShare on Twitter

 

Efling leggst alfarið gegn þessum hugmyndum

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra

Á síðustu dögum hefur komið í ljós að ríkisstjórnin hyggst fjármagna átak í vegamálum landsins með nýjum hætti, þ.e. með víðtækri notkun vegagjalda í stað almennrar skattheimtu. Nefskattar af þessum toga færa byrðarnar af fjármögnun vegaframkvæmda yfir á herðar láglauna- og millitekjufólks en hlífa hátekjuhópum. Vegagjald er enda föst krónutala sem leggst eins á alla vegfarendur. Slík gjaldtaka tekur því stærri hluta af tekjum lágtekjufólks en hátekjufólks.
Fjármögnun með tekjuskatti tryggir hins vegar að þeir sem hæstar tekjur hafa greiða fleiri krónur en lágtekjufólk og leggja hlutfallslega mest af mörkum.
Viðar Þorsteinsson
Framkvæmdastjóri Eflingar

„Stjórnvöld ættu að horfa til reynslunnar frá Frakklandi,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. „Síðasta vetur logaði franskt samfélag vegna fráleitra hugmynda ríkisstjórnar Emmanuels Macron um skattheimtu á eldsneyti. Sú skattheimta hefði komið sérstaklega illa niður á þeim sem neyðast til að keyra lengri vegalengdir milli vinnu og heimilis.“
Var sú uppreisn, sem kennd hefur verið við gul vesti, rakin til niðurbrots á almenningssamgöngum og sífellt dýrari íbúðakostnaðar í þéttbýliskjörnum, sem hefur hrakið láglaunafólk í úthverfi.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar

„Þetta er ömurleg árás á láglaunfólk, fólk sem að til dæmis hefur þurft að flytjast í úthverfi borgarinnar eða jafnvel lengra þar sem það hefur ekki efni á að búa miðsvæðis, en þarf engu að síður að sækja vinnu í borgina,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. „Við höfum líka miklar áhyggjur af því að skattalækkunin sem okkur var lofað síðasta vor verði einfaldlega höfð af fólkinu okkar með þessu lúalega nýfrjálshyggjubragði. Svo er auðvitað líka áhugavert, ef svo má orða það, að einkafyrirtæki eiga að fá að græða á þessu öllu og munu fá að sjá um innheimtuna. En það er auðvitað hin gamla saga og nýja; hin blönku verða blankari svo að hin ríku geti haldið áfram að græða.“
Vegagjaldakerfi hefur að auki marga aðra alvarlega galla:

  • Stofnkostnaður og innheimtukostnaður er mikill í vegagjaldakerfi.
  • Fjármögnun í gegnum tekjuskattskerfið felur hins vegar ekki í sér neinn viðbótarkostnað. Til dæmis má hækka fjármagnstekjuskatt, veiðigjöld eða leggja á auðlegðarskatt án þess að ganga gegn hagsmunum verkafólks.
  • Þeir sem aka á fyrirtækjabílum (oftast hátekjufólk) geta látið fyrirtæki sín greiða vegagjaldið og fá þann kostnað dreginn frá skattstofni.
  • Launafólk þarf hins vegar fyrst að greiða tekjuskatt af launum sínum og svo greiða vegagjaldið af ráðstöfunartekjum sínum. Þar er því í reynd um tvísköttun tekna að ræða.
  • Víðtæk notkun vegagjalda á höfuðborgarsvæðinu refsar láglaunafólki sem flytur í ódýrara húsnæði í úthverfum og þarf að keyra lengri vegalengdir til vinnu í borginni.
  • Vegagjaldakerfi mismuna gjarnan fólki eftir búsetu.

Vegagjaldakerfið er því bæði óhagkvæmt, dýrt og óréttlátt. Það hlífir hæstu tekjuhópunum og þeim sem aka á fyrirtækjabílum.
Efling telur réttlátara og skynsamara að fjármagna bættar samgöngur með því að skattleggja fjármagnstekjur til jafns við skattlagningu launatekna.
Einnig mætti taka aftur upp auðlegðarskatt og hækka auðlindagjöld, auk þess að skattleggja hæstu tekjur álíka mikið og tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Þá er nærtækt að leggja komugjöld á erlent ferðafólk til að greiða fyrir hið aukna álag á samgöngukerfið sem ferðaþjónustan fær nú svo til gjaldfrjálst afnot af.
Þeir sem styðja vegatolla hafa oft beinan hag af þeirri leið, bæði í að forðast skattheimtu á sjálfa sig og í von um að fá sneið af köku einkavæðingar.
Efling leggst alfarið gegn þessum hugmyndum.
https://gamli.frettatiminn.is/2019/09/12/vegtollar-geta-ordid-400-thusund-kronur-a-hvern-bil/

  • Samgöngustofa hættir innheimtu bifreiðagjalda

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Svona getur þú lækkað bankakostnaðinn þinn

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • ,,Við eigum 900 milljarða en lepjum dauðann úr skel“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • NÝ ÖKUSKÍRTEINI

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Kristrún launalaus á Alþingi – Launahækkun ráðamanna verði undir 66 þúsund krónum á mánuði

    0 shares
    Share 0 Tweet 0

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Home
  • Landing Page
  • Buy JNews
  • Support Forum
  • Contact Us

Fréttatíminn © 2023

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?