Byggðarkvótakerfið er það sem heldur uppi eftirspurn á leigukvóta af kvótagreifum og þar með háu leiguverði aflaheimilda í landinu. Ef þú átt ekki kvóta þarft þú að leigja til þín 2 til 3 tonn af þorski á móti hverju tonni sem þú færð í byggðarkvóta.Þannig rennur arðurinn úr byggðarkvótakerfinu og byggðunum til sægreifa sem búa yfirleitt ekki i hinum brotnu byggðum.
Það myndast hvati í fiskveiðikerfinu fyrir sægreifa að þjappa saman aflaheimildum og komast yfir meira afheimildir en þeir þurfa til eigin veiða vegna þess að mikil eftirspurn er eftir því að leigja af þeim heimildirnar á háu verði til að kvótalausir geti fengið byggðarkvóta á móti leigðum heimildum. Verð á leigðum heimildum hækkar og lítið sem ekkert fæst fyrir að veiða þær fyrir það eitt að fá byggðarkvóta á móti.Þeir sem eiga aflaheimildir þurfa ekki að leigja til sín heldur velja sér bara löndunarhöfn þar sem lýklegt er að mikils byggðarkvóta sé að vænta á móti sínum eigin.
Allt er þetta á sömu höndina, sægreifinn græðir en aðrir ekki. Innbyggði hvatinn sem búin er til með byggðarkvótakerfinu til þess að leigja af sægreifum eru þúsundir tonna af þorski a ári og þetta drífur leigumarkað með aflaheimildir a íslandi og þar með talið verð á þeim. Arðurinn fer til sægreifans sem býr bara þar sem hann vill í heiminum og kanski ekki svo mikið til hina brotnu byggða.
Vigfús Ásbjörnsson, formaður Hrollaugs