-0.2 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 31. janúar 2023
Auglýsing

Handtekinn fyrir þjófnað og líkamsárás á bensínstöð, fjársvik og hótanir

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Um hálf átta í gærkvöld var tilkynnt um mann stela vörum á bensínstöð í miðbænum. Maðurinn mun hafa ráðist á starfsmann á vettvangi áður en hann ók burt á rafskútu.  Maðurinn var handtekinn síðar er hann var staðinn að þjófnaði úr annari verslun rúmum fjórum tímum síðar. Þá óskaði leigubílstjóri aðstoðar á Grandagarði í millitíðinni, þar sem farþegi neitaði að greiða fyrir akstur og hótaði bílstjóra.  Farþeginn var farinn er lögregla kom á vettvang.
Tilkynnt var um þjófnað / hnupl, í verslun við Fiskislóð á miðnætti. Maður reyndi að yfirgefa verslunina með körfu fulla af vörum en var stöðvaður af starfsfólki / öryggisvörðum.  Maðurinn mun hafa ráðist á starfsfólkið við afskiptin.  Ítrekað er búið að tilkynna um manninn við ýmis brot,:  þjófnað og líkamsárás á bensínstöð, fjársvik og hótanir þ.e. fór frá leigubílstjóra án þess að greiða ökugjald  ofl.  Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.
Afskipti voru höfð af ölvuðum aðilum (manni og konu) í fjölbýlishúsi í austurbænum.  Maðurinn var handtekinn grunaður um líkamsárás og brot á áfengislögum ( bruggun ).  Konan var handtekin fyrir að tálma störf lögreglu, fara ekki að fyrirmælum og brot á áfengislögum ( bruggun ).  Bæði voru vistuð fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.