Ísland á válista ásamt Mongólíu, Simbabve, Kambódía, Jemen, Sýrlandi og Panama
Ísland bættist á válistann á dögunum ásamt Mongólíu og Simbabve en af listanum fara Eþíópía, Sri Lanka og Túnis. Önnur ríki sem eru á listanum og talin með alvarlega veikleika geng peningaþvætti, eru m.a. Kambódía, Jemen, Sýrland og Panama.
,,Nú þegar bæði forsætisráðherra og fjármála- ráðherra hafa staðfest að stjórnkerfið hafi sofið á verðinum varðandi aðgerðir í peningaþvættismálum er ljóst að næsta skref hlýtur að vera að finna skýringar á því, að það gerðist.
Það hlýtur að vera nauðsynlegt til þess að komið verði í veg fyrir að slíkt gerist aftur hvort sem er í tengslum við þessi mál eða önnur.
Slík athugun gæti leitt í ljós hvort hér er um að ræða einhvers konar viðhorfsvanda, þ.e. að „ríkið í ríkinu“ sé orðið svo sjálfhverft að það telji að því leyfist allt.
Vonandi fylgja ráðherrarnir tveir þessu máli fast eftir.
Uppfært kl. 14.02
Frá því að þetta var skrifað snemma í morgun hefur tvennt komið fram:
Annars vegar munu fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra leggja fyrir Alþingi á næstu vikum skýrslu um aðdraganda þess, að Ísland lenti á hinum gráa lista.
Hins vegar stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ákveðið að hefja úttekt á verklagi ráðherra í þessum málum.
Þetta tvennt ætti að duga til að allt komi fram sem máli skiptir.“ Sagði Styrmir Gunnarsson.
https://gamli.frettatiminn.is/2019/11/13/rikisstjorninni-ber-ad-senda-namibiumonnum-afsokunarbeidni/