Næsta vika verður ansi blaut á Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum. Í kvöld kemur fyrsta gusan en búist er við mikilli úrkomu og er úrkomuviðvörun í gildi frá kl. 18 í dag til kl. 9 í fyrramálið.
Þar sem grunnvatnsstaða er víða há og spáð er mikilli úrkomu getur skapast aukin hætta á skriðuföllum á þessum slóðum. Á sama tíma má búast við talsverðum vatnavöxtum frá Mýrdalsjökli að sunnanverðum Austfjörðum.
Spáð er áframhaldandi rigningu á svæðinu fram yfir næstu helgi og því tilefni til að fylgjast með þróun mála. Á meðfylgjandi mynd má sjá uppsafnaða úrkomu fram á miðvikudagsmorgun. Veðurstofa Íslands varaði við á síðu sinni.
Umræða