Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði í morgun erlendan ferðamann fyrir að aka bílaleigubifreið sinni á 142 km hraða á Mýrdalssandi fyrir austan Vík í Mýrdal. Hálkublettir voru í vegaköntum á þessum slóðum þar sem brotið átti sér stað.
Kvaðst ferðamaðurinn vera að drífa sig í Jökulsárlón en hann væri í dagsferð frá Reykjavík og því hefði hann knappan tíma í dagsbirtunni.
Ökumaðurinn þarf að greiða ríflega sekt fyrir hraðakstursbrotið eða 150.000 krónur. Aðspurður kvaðst ökumaður ekki hafa ekið í vetrarfærð áður og lofaði að aka miðað við aðstæður hér eftir.
Umræða