Bæjarstjóri og oddviti meirihlutans í Garðabæ, Gunnar Einarsson, mun hætta sem bæjarstjóri að loknu þessu kjörtímabili. Þá verður Gunnar orðinn 67 ára og búinn að vera bæjarstjóri í 17 ár.
„Ég kom til starfa hjá Garðabæ 25 ára gamall og starfaði sem íþrótta- og tómstundafulltrúi og síðar sem forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs áður en ég var ráðinn bæjarstjóri árið 2005“ segir Gunnar í fréttatilkynningu. „Ég hef varið rúmlega 40 árum starfsævi minni í þjónustu við Garðbæinga.“
Þá hafi hann tekið þátt í uppbyggingu bæjarins sem embættismaður, stjórnmálamaður og þátttakandi í félagsstarfi og segist fullur þakklætis og stolts á þessum tímamótum og óskar Garðbæingum áframhaldandi farsæld.
Umræða