Hugleiðingar veðurfræðings
Djúp lægð er nú stödd skammt austur af Hvarfi og hún nálgast landið í dag. Hún beinir til okkar hlýrri suðlægri átt, allhvass vindur eða strekkingur og talsverð rigning sunnan- og vestanlands, en væta með köflum á norðausturhluta landsins. Hiti yfirleitt á bilinu 4 til 10 stig.
Hægari vindur í kvöld og það kólnar með skúrum eða slydduéljum, en eftir miðnætti hvessir sunnantil á landinu. Ákveðin suðvestanátt og éljagangur á morgun, yfirleitt allhvass eða hvass vindur en það getur slegið í storm á meðan éljahryðjurnar ganga yfir. Það verður þó þurrt að mestu á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti í kringum frostmark.
Á föstudag er svo útlit fyrir áframhaldandi stífa suðvestanátt og snjókomu, slyddu eða rigningu með köflum víða um land.
Spá gerð: 13.12.2023 06:44. Gildir til: 14.12.2023 00:00.
Gul viðvörun vegna veðurs: Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Suðausturland og Strandir og norðurland vestra Meira
Veðurhorfur á landinu
Sunnan 10-18 m/s í dag og talsverð rigning sunnan- og vestanlands, en væta með köflum norðaustantil. Hiti 3 til 10 stig. Hægari í kvöld og kólnar með skúrum eða slydduéljum, en hvessir sunnantil í nótt.
Suðvestan 13-23 og éljagangur á morgun, hvassast í éljahryðjum. Yfirleitt þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti kringum frostmark.
Spá gerð: 13.12.2023 04:26. Gildir til: 14.12.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Suðvestan og sunnan 13-20 m/s og rigning eða snjókoma með köflum en úrkomuminna norðaustantil. Hiti 0 til 6 stig. Dregur úr vindi seinnipartinn og kólnar vestanlands með éljum.
Á laugardag:
Suðvestan 8-15 og él, en þurrt að kalla á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti nálægt frostmarki.
Á sunnudag:
Suðlæg átt og slydda eða snjókoma með köflum, en rigning sunnantil fram eftir degi. Frost 0 til 5 stig en rétt yfir frostmarki við suðurströndina.
Á mánudag:
Vestlæg átt og stöku él, einkum við ströndina. Frost 0 til 6 stig. Fer að rigna eða snjóa og hlýnar suðvestantil um kvöldið.
Á þriðjudag:
Suðvestlæg átt og rigning eða snjókoma en úrkomuminna norðaustanlands. Hiti nálægt frostmarki.
Spá gerð: 13.12.2023 08:08. Gildir til: 20.12.2023 12:00.
Hugleiðingar veðurfræðings
Djúp lægð er nú stödd skammt austur af Hvarfi og hún nálgast landið í dag. Hún beinir til okkar hlýrri suðlægri átt, allhvass vindur eða strekkingur og talsverð rigning sunnan- og vestanlands, en væta með köflum á norðausturhluta landsins. Hiti yfirleitt á bilinu 4 til 10 stig.
Hægari vindur í kvöld og það kólnar með skúrum eða slydduéljum, en eftir miðnætti hvessir sunnantil á landinu.
Ákveðin suðvestanátt og éljagangur á morgun, yfirleitt allhvass eða hvass vindur en það getur slegið í storm á meðan éljahryðjurnar ganga yfir. Það verður þó þurrt að mestu á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti í kringum frostmark.
Á föstudag er svo útlit fyrir áframhaldandi stífa suðvestanátt og snjókomu, slyddu eða rigningu með köflum víða um land.
Spá gerð: 13.12.2023 06:44. Gildir til: 14.12.2023 00:00.