Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að vandi heilbrigðiskerfisins í heild birtist á bráðamóttöku spítalans og sá vandi snúist um undirfjármögnun til lengri tíma. Hann segir verkefnum og peningum forgangsraðað á hverjum degi en forgangsraða þurfi ofar og ekki þurfi annað en að horfa til hinna Norðurlandanna til að sjá að þar sé himinn og haf á milli. Samkvæmt viðtali við hann í dag á Rúv. þá er spítalinn í stórum vanda.
Formaður velferðanefndar hefur sagt að ummæli Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra væri hótun gagnvart starfsfólki, þegar Svandís sagði að ekki væri hægt að standa með Landspítalanum á meðan læknar á bráðamóttöku ofl. kæmu fram með yfirlýsingar um að heilbrigðiskerfið væri í rúst og þeir gætu ekki ábyrgst starfsemina sem þar færi fram.
Ebba Margrét Magnúsdóttir, formaður stjórnar Læknaráðs Landspítala, segist hissa og hugsi yfir orðum Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á læknaráði í gær. Um að erfitt sé að standa með Landspítalanum þegar ályktanir um slæma stöðu komi út á færibandi.
VEIÐIGJÖLD 2020, LÆKKA UM 30% – 6,5 milljarða króna lækkun
https://gamli.frettatiminn.is/2020/01/07/veidigjold-2020-laekka-um-30-65-milljardar-krona-laekkun-fra-2018/