Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi:
- Hreinsunarstarf stöðvað á áhrifasvæði skriðu af öryggisástæðum
- Áfram í gildi hættustig almannavarna á Seyðisfirði.
- Veðurspá fyrir Eskifjörð
Seyðisfjörður:
Af öryggisástæðum var hreinsunarvinnu innan áhrifasvæðis skriðunnar sem féll 18. desember stöðvuð rétt fyrir hádegi í dag.
Það var gert eftir að tilkynning barst um að sprunga í skriðusárinu hefði stækkað. Auk þess ákvaðu stjórnendur síldarvinnslunnar á Seyðisfirði að stöðva vinnslu.
Eftir yfirferð ofanflóðavaktar Veðurstofu Íslands, á fjarlægðarmælingum á speglum, var ljóst að ekki var um hreyfingar á jarðlögum að ræða en við vettvangskönnun var ljóst að hrunið hafði úr börmum sprungunnar og hún orðið greinilegri. Ekki var því talin frekari hætta á skriðuföllum út frá þessum athugunum.
Talsverðri úrkomu er spáð á Seyðisfirði eftir miðnætti aðfaranótt laugardags. Dregur úr úrkomuákefð eftir kl. 15 síðdegis á laugardag. Spáð uppsafnaðri úrkoma á þeim tíma, um 50 mm. Byrjar mögulega sem slydda fyrsta klukkutímann. Hlýnar heldur en megnið af tímanum verður slydda yfir 200 m og snjókoma yfir 300 m.
Hlýnar svo eftir hádegi á laugardag og fer snjólína upp í 800-900 m. Áfram dálítil væta seinnipartinn á laugardag og á sunnudag, um 15 mm uppsafnað er spáð á þeim tíma.
Vegna úrkomunnar á laugardag kann að koma til frekari rýminga á Seyðisfirði. Staðan verður endurmetin á morgun og kynnt.
Eskifjörður:
Úrkoman byrjar um miðnætti seint á föstudagskvöld og dregur úr úrkomuákhefð um kl. 14 á laugardag. Spáð uppsöfnuð úrkoma um 35 mm á þessum tíma. Heldur hlýrra en á Seyðisfirði, slyddu- og snjólína um 50-100 m hærri á Eskifirði. Áframhaldandi uppsöfnuð úrkoma frá seinnipartinum á laugardegi fram á sunnudagskvöld eru um 10 mm í spám.
Vel er fylgst með hlíðinni ofan Eskifjarðar af hálfu ofanflóðavaktar Veðurstofu Íslands. Ekki þykir ástæða til viðbragða vegna úrkomunnar.
Þjónustumiðstöð almannavarna í Herðubreið er opin alla virka daga fra 10-18. Utan opnunartíma er hægt er að senda inn fyrirspurnir á netfangið sey@logreglan.is og hringja í 839 9931 utan opnunartíma.