Hugleiðingar veðurfræðings
Norðaustanátt í dag, yfirleitt 5-13 m/s. Lítilsháttar él á Norðaustur- og Austurlandi, en bjartviðri sunnan- og vestanlands. Víða léttskýjað á morgun, en allhvöss norðanátt og stöku él við austurströndina. Talsvert frost. Á mánudag er útlit fyrir áframhaldandi norðlæga átt með éljagangi fyrir norðan og austan. Dregur aðeins úr frosti.
Spá gerð: 14.01.2023 06:26. Gildir til: 15.01.2023 00:00.
Veðuryfirlit
Um 100 km V af Skotlandi er vaxandi 973 mb lægð sem þokast ANA, en frá henni er lægðardrag til VNV. Yfir Grænlandi er 1020 mb hæð.
Samantekt gerð: 14.01.2023 07:22.
Veðurhorfur á landinu
Norðaustan 5-13 m/s í dag. Léttskýjað sunnan- og vestanlands, en dálítil él á Norðaustur- og Austurlandi. Norðlæg átt 13-18 við austurströndina á morgun, annars mun hægari. Þurrt og bjart veður, en skýjað og stöku él austanlands. Frost á bilinu 5 til 20 stig.
Spá gerð: 14.01.2023 10:31. Gildir til: 16.01.2023 00:00.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Austan 3-8 m/s og léttskýjað, frost 6 til 13 stig en kólnar í nótt.
Spá gerð: 14.01.2023 10:36. Gildir til: 16.01.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag og þriðjudag:
Norðlæg átt 8-15 m/s en heldur hvassara á suðaustanverðu landinu. Víða él, en þurrt og bjart sunnan- og suðvestanlands. Frost 3 til 13 stig.
Á miðvikudag:
Suðlæg eða breytileg átt 5-13 og fer að snjóa, en að mestu þurrt austanlands. Áfram kalt í veðri.
Á fimmtudag:
Suðaustlæg átt, víða snjókoma og frost 0 til 6 stig en slydda eða rigning og hiti 0 til 5 stig við suðurströndina.
Á föstudag:
Útlit fyrir suðaustanátt með slyddu eða rigningu víða um land, en snjókoma fyrir norðan í fyrstu. Hlýnandi veður, hiti 1 til 6 stig um kvöldið.