Hraun stefnir að Gróðurhúsi ORF
Húsið sem stendur rétt við hraunið á vefmyndavélum RÚV er gróðurhús á vegum fyrirtækisins ORF líftækni. Hraunið stefnir nú í áttina að húsinu og aðeins tímaspursmál hvenær það fer undir, samkvæmt frétt ríkisútvarpsins.
Samkvæmt Berglindi Rán Ólafsdóttur, forstýru ORF líftækni, eru fá eða engin verðmæti í húsinu þar sem það var tæmt í nóvember þegar jarðhræringarnar á Reykjanesskaga hófust að sögn rúv. Húsið skemmdist mikið í jarðhræringunum og hefur því engin starfsemi verið í húsinu síðan þá. Húsið notaði ORF áður til þróa prótein sem notað verður til að kjötframleiðslu án þess að dýrum sé slátrað. Einnig voru framleidd þar efni fyrir snyrtivörufyrirtækið BIOEFFECT.
- Eldgos hófst norðan við Grindavík rétt fyrir klukkan átta í morgun.
- Hraun er um 450 metra frá nyrstu húsum og rennur í átt að bænum.
- Hluti eldgossins kom upp innan varnargarðanna sem er verið að reisa.
- Áköf smáskjálftahrina hófst rétt fyrir klukkan þrjú við Sundhnúksgíga.
- Kvikuhlaup nær undir Grindavíkurbæ.
- Grindavík var rýmd í nótt.
- Fjallið Þorbjörn hefur færst 20 sentímetra til vesturs.
- Grindavíkurbær er rafmagnslaus að hluta.
Umræða