Vilji þjóðarinnar sem á fiskveiðiauðlinda og kýs þá sem vinnur fyrir hana á Alþingi hefur með ótvíræðum hætti og ítrekað, komið á framfæri vilja sínum um að útgerð strandveiðibáta verði efld. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar var lofað 48 dögum fyrir strandveiðibáta og með því mun myndast varanlegur stöðugleiki og fyrirsjáanleiki í greininni.
Yfirgnæfandi stuðningur við auknar strandveiðar birtist í könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Auðlindina okkar. Alls 72,3% þátttakenda í könnuninni vilja að hærra hlutfall heildarkvóta renni til strandveiða. Aðeins 6,1% telja að hlutfallið eigi að vera lægra en það er nú.
.
Myndirnar eru af Hvítá Hf 420 en Guðlaugur Jónasson eigandi bátsins hannaði svona fána og lét gera nokkur stykki. Til að minna á að handfæraveiðar eru umhverfisvænasti veiðiskapurinn og að meirhluti þjóðarinnar og eigendur auðlindarinnar, vilja auknar handfæraveiðar með tilheyrandi eflingu á atvinnulífi í sjávarplássum á landsbyggðinni.
Umræða

