7.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 31. mars 2023
Auglýsing

Réttarhöld í Samherjamálinu að hefjast

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Réttarhöld yfir tíu sakborningum í Samherjamálinu sem á rætur sínar að rekja til Namibiu, hefjast 2.október. Mennirnir tíu komu fyrir dómara í morgun að sögn ríkisútvarpsins.

Mynd: The Namibian
Ríkissaksóknari vildi stefna þremur Íslendingum fyrir dóm í Namibíu þannig að hægt væri að birta þeim ákæru. Það reyndist ekki hægt þar sem engin framsalssamningur er í gildi milli Íslands og Namibíu. Og því eru þeir ekki ákærðir í málinu.

Tíu eru ákærðir fyrir spillingu og mútuþægni í tengslum við veiðiheimildir sem íslenska fyrirtækið Samherji fékk þegar það var með starfsemi í Namibíu. Sumir af sakborningunum hafa setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins í nærri fjögur ár. Meðal þeirra er Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins, sem hefur boðað „stórfenglegar uppljóstranir“ þegar réttarhöldin hefjast. Að því er fram kemur á vef ríkisútvarpsins.

Rannsóknin á Samherjamálunum svokölluðu eru mjög flókin og yfirgripsmikil og unnin í samstarfi við yfirvöld í níu löndum, m.a. á Íslandi og í Noregi
Embætti héraðssaksóknara hefur haft málið til rannsóknar hér á landi. Nokkrir stjórnendur og starfsmenn Samherja hafa haft réttarstöðu sakbornings í þeirri rannsókn sem ekki er lokið. Að því er fram kemur á vef ríkisútvarpsins.

Kveikur fjallaði um ásakanir í garð Samherja, háttsettra ráðamanna í Namibíu og manna sem þeim tengjast í nóvember 2019. Ásakanirnar sneru að meintri spillingu og mútugreiðslum. Allir viðkomandi hafa neitað sök, að því er fram kemur á vef ríkisútvarpsins.