Ísland er spilltasta ríki Norðurlanda samkvæmt nýrri úttekt Transparency International
Transparency International eru alþjóðleg samtök sem hafa mælt spillingu í ríkjum heims undanfarinn aldarfjórðung. Í nýjustu spillingarmælingunni sem mælir spillingu ríkja árið 2017, telst Nýja Sjáland vera óspilltasta ríki heims og skiptir það um sæti við Danmörku sem nú er í 2. sæti.
Fjögur ríki Norðurlanda, Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð eru á meðal 7 minnst spilltu ríkja heims, en 5. ríki Norðurlanda, Ísland hafnar í 13. sæti, af 180. Það er svipað og í fyrra þegar Ísland var í 14. sæti.
Mest spilling ríki í löndum þar sem fjölmiðlar og óháð félagasamtök njóti lítillar verndar. Samtökin segja að vilji stjórnvöld draga úr spillingu verði að hvetja til aukins málfrelsis, óháðrar fjölmiðlunar og draga verði sem mest úr lagasetningu gagnvart fjölmiðlum.
Spilltastu ríki heims eru Sómalía samkvæmt listanum, Suður-Súdan, þá kemur Sýrland, Afganistan og Jemen.
Fjögur ríki Norðurlanda, Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð eru á meðal 7 minnst spilltu ríkja heims, en 5. ríki Norðurlanda, Ísland hafnar í 13. sæti, af 180. Það er svipað og í fyrra þegar Ísland var í 14. sæti.
Mest spilling ríki í löndum þar sem fjölmiðlar og óháð félagasamtök njóti lítillar verndar. Samtökin segja að vilji stjórnvöld draga úr spillingu verði að hvetja til aukins málfrelsis, óháðrar fjölmiðlunar og draga verði sem mest úr lagasetningu gagnvart fjölmiðlum.
Spilltastu ríki heims eru Sómalía samkvæmt listanum, Suður-Súdan, þá kemur Sýrland, Afganistan og Jemen.
Umræða