4.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 26. janúar 2023
Auglýsing

Sökk með 2000 bíla um borð, 2200 tonn af olíu og 400 gámum

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Ítalska flutningaskipið Grande America, var á leið sinni til Marokkó er það ​​kom upp eldur upp í því s.l. sunnudagskvöld. Það sökk síðan á miðvikudagskvöldið og hefur skilið eftir olíubrák á um tíu ferkílómetra svæði. ,,Samkvæmt útreikningum okkar getur olían komið á strönd Biscay flóa á sunnudag eða mánudag,“ sagði François de Rugy franski umhverfisráðherrann. 2200 tonn af olíu voru í tönkum skipsins.
Skipið sökk með 2000 bíla um borð en Grande America ​​var á leiðinni frá Hamborg í Þýskalandi til Casablanca í Marokkó þegar að eldurinn kom upp um borð. Grand America ​​sökk loks um 300 sjómílur vestur af La Rochelle.
Í farmi þess voru meðal annars 2.000 bílar sem nú hafa lent á sjávarbotni. Það voru um það bil tæplega 400 gámar einnig sem að sukku, þar af voru 100 tonn af saltsýru og 70 tonn af brennisteinssýru. ,,Um 40 gámar féllu í sjóinn áður en skipið sökk,“ sagði Jean-Louis Lozier, bæjarstjóri.