Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir mun gegna ráðherraembætti dómsmálaráðherra og þar með í tveimur ráðuneytum, því fyrir gegnir hún embætti iðnaðar-, nýsköpunar- og ferðamálaráðherra
Hún segist aðspurð, að formaðurinn hafi nefnt við sig að þetta væri tímabundin ráðstöfun, þegar hún kom til fundar hjá Ríkisráðs í dag til að taka við skipun sem dómsmálaráðherra. En Sigríður Andersen sagði af sér í gær úr því embætti eftir dóma Mannréttindadómstóll Evrópu sem að dæmdi verk fyrrum dómsmálaráðherra ólögleg og að vinnslan og málatilbúnaðurinn hefði verið svívirðilegur og án fordæma.
Ljóst er að mikið verkefni er fyrir höndum vegna þess gríðarlega alvarlega ástands sem að hefur skapast í landinu þar sem að dómskerfið er allt í upplausn og í molum eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi verk fyrrum dómsmálaráðherra ólögleg varðandi ráðningar á dómurum ofl. í svokölluðu Landsréttarmáli.
Og veit Þórdís Kolbrún ekkert um það hvort Landsréttur muni taka til starfa á ný eftir helgi en Landsréttur lagði niður störf eftir að dómurinn barst hingað til lands frá Evrópudómstólnum. Sigríður Andersen vill meina að lítið sé að marka niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem að sjö dómarar sitja og kváðu upp dóminn, sömu viðbrögð voru hjá henni einnig varðandi dóms Hæstaréttar.
Sagðist hún m.a. ekki sjá neina ástæðu til þess að segja af sér en á innan við hálfum sólarhringi tilkynnti hún á blaðamannafundi að hún væri hætt sem dómsmálaráðherra og leiddar hafa verið að því líkur að haft hafi verið áhrif á þá ákvörðun af dósent í stjórnmálum en það hefur ekki hefur verið staðfest og öðru haldið fram.
https://www.fti.is/2019/03/13/sigridur-andersen-domsmalaradherra-segir-af-ser/
Umræða