Stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna hefur samþykkt heimild fyrir sjóðinn til að taka til greina annars konar staðfestingu skóla á ástundun nemenda en vottorðum um loknar einingar.
Þetta er gert til þess að bregðast við aðstæðum nemenda sem mögulega geta ekki sinnt námi sínu vegna röskunar á hefðbundnu skólastarfi vegna kórónaveirunnar COVID-19.
„Þessar aðstæður kalla á sveigjanleika af hálfu allra í okkar samfélagi. Ég tel það víst að þessi ákvörðun muni létta áhyggjur margra,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
Nánari upplýsingar má fá hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna, lin.is.
Umræða