3.8 C
Reykjavik
Laugardagur - 28. janúar 2023
Auglýsing

Andlát barns sem var með COVID-19 rannsakað

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img
Ungt barn, sem var smitað af COVID-19, lést á Norðurlandi fyrir rúmri viku. Dánarorsök liggur ekki endanlega fyrir. Embætti Landlæknis er með andlátið til rannsóknar. Örn Ragnarsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu rúv.is.

„Þegar það koma upp óvænt dauðsföll líkt og þetta ber okkur að tilkynna það til landlæknis sem er nú með málið á sínu borði,“ segir Örn í viðtalinu.

Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður Ölmu D. Möller landlæknis, segir í skriflegu svari að Embætti landlæknis hafi borist tilkynning um óvænt atvik á heilbrigðisstofnun sem varðar andlát barns. „Við slíkar aðstæður fer fram réttarkrufning til að leiða í ljós dánarorsök, réttarkrufning er ætíð á forræði lögreglu. Rannsókn embættisins er á frumstigi og er ekki hægt að gefa frekari upplýsingar,“ segir í svari Kjartans við fréttastofu.