-2.2 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 7. febrúar 2023
Auglýsing

Rúta með 40 farþegum fór útaf í Þrengslunum

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Björgunarsveitir voru kallaðar út rétt fyrir hádegi vegna rútu sem hafnaði utan vegar í Þrengslunum með 40 farþega innanborðs engin slys urðu á fólki. Björgunarsveitir aðstoðuðu ökumenn fleiri ökutækja á svæðinu og m.a. ökumann flutningabíls en trukkurinn hafði þveraði veginn, þannig að löng röð myndaðist á veginum.

 Appelsínugul viðvörun vegna veðurs

Suðaustan og sunnan 20-28 m/s eru í dag og talsverð rigning á láglendi en slydda á Vestfjörðum í fyrstu. Úrkomuminna um landið norðaustanvert. Hlýnandi, hiti 3 til 9 stig síðdegis. Snýst í allhvassa suðvestanátt vestanlands í kvöld með skúrum eða slydduéljum og kólnar. Suðvestan 10-18 á morgun og éljagangur, en bjartviðri norðaustantil á landinu. Kólnar í veðri, allvíða vægt frost seinnipartinn.

Hugleiðingar veðurfræðings
Nú þegar þetta er skrifað, er mjög djúp lægð (miðjuþrýstingur um 930 hPa) við Hvarf og fer hún til norðausturs inn á Grænlandshaf í dag. Lægðin sendir skil yfir Ísland með sunnan og suðaustan stormi eða roki. Í skilunum er einnig talsverð úrkoma. Á láglendi fer úrkoman fljótlega yfir í rigningu því það hlýnar í veðri og má búast við 3 til 9 stiga hita seinnipartinn. Rigningar- og leysingarvatn getur því valdið vandræðum og rétt er að vera á varðbergi og reyna að forðast vatnstjón. Á fjallvegum má gera ráð fyrir snjókomu eða slyddu fram eftir degi ásamt mikilli veðurhæð. Það þarf því vart að taka fram að í dag er mjög slæmt ferðaveður. Þegar skilin hafa gengið yfir á vestanverðu landinu í kvöld tekur við allhvöss suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum og það fer að kólna.

Á morgun (þriðjudag) er spáð allhvassri eða hvassri suðvestanátt víða um land með éljagangi. Útlit er fyrir að élin verði nokkuð efnismikil og dimm og getur hríðin skapað vond skilyrði fyrir ökumenn, sérílagi á fjallvegum. Einnig er loftið mjög óstöðugt svo búast má við að vart verði við eldingar í sumum éljaklökkunum. Á norðaustanverðu landinu er ekki gert ráð fyrir úrkomu á morgun. Það kólnar smám saman og hitinn yfirleitt kominn undir frostmark síðdegis.

Stíf sunnan- og suðvestanátt með éljum heldur síðan áfram á miðvikudag.