,,Hann var með reiðufé meðferðis og mikið af því“
Maður kom með stóran IKEA höldupoka með fleiri kíló af mynt á lögreglsutöðina á Hverfisgötu til þess að greiða hraðasekt
Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu greindi frá: ,,Nú á dögum kjósa flestir að nota heimabankann þegar greiðslur reikninga eru annars vegar og þannig spara sér tíma sem annars færi í útréttingar. Þetta er þó ekki algilt, en á dögunum kom á lögreglustöð ökumaður sem hafði verið staðinn að hraðakstri. Sá vildi gera hreint fyrir sínum dyrum og borga sektina umbúðalaust.
Hann var með reiðufé meðferðis og mikið af því. Hraðasektir eru þó sjaldnast borgaðar með brosi á vör og það getur jafnvel verið þungt hljóðið í fólki þegar það kemur þessara erinda á lögreglustöð. Töluverð þyngsli áttu líka við í þessu tilviki, en samt í annarri merkingu orðanna því að smámyntin, sem maðurinn bar í hús og var notuð til að borga sektina, vó mörg kíló.“
https://www.facebook.com/logreglan/videos/649467222178996/