-1.2 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 31. janúar 2023
Auglýsing

Um 800 km suðvestur í hafi er víðáttumikil 952 mb lægð sem grynnist og færist fjær

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Fraktskip bíður eftir að komast að Álverinu í Strraumsvík
Fraktskip bíður eftir að komast að Álverinu í Straumsvík í dag

Um 800 km suðvestur í hafi er víðáttumikil 952 mb lægð sem grynnist og færist fjær okkur. Af þeim sökum dregur úr vindinum á landinu eftir læti síðustu tveggja daga.
Útlit er fyrir allhvassa suðaustanátt í dag og áfram vætusamt um landið V-vert og úrhellisrigning SA-til sem mun halda áfram fram eftir morgundeginum. Gul viðvörun er í gildi vegna þess. Fyrir norðan stefnir í þurran og jafnvel bjartan dag með tveggja stafa hitatölum þegar best lætur.
Í komandi viku er útlit fyrir áframhaldandi suðlægar áttir með rigningu um landið S-vert og frekar milt veður. Nýjustu spár gera ráð fyrir kólanandi veðri á páskunum en það er enn langt í það og hafa ber í huga að vika er langur tími í veðurspám.

Veðurhorfur á landinu

Suðaustan-átt, 10-18 m/s en 8-15 m/s á morgun, hvassast með suðvesturströndinn. Talsverð rigning suðaustantil, dálítil væta um vestanvert landið, en yfirleitt léttskýjað norðanlands. Hiti víða 7 til 12 stig að deignum. – Spá gerð: 14.04.2019 10:33. Gildir til: 16.04.2019 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Suðaustan 15-23 m/s, hvassast syðst, og rigning með köflum en talsverð rigning SA-lands. Heldur hægari vindur og léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Hiti 6 til 11 stig.
Á miðvikudag, fimmtudag (skírdagur) og föstudag (föstudagurinn langi):
Suðlæg átt, víða 10-15 m/s, og rigning eða súld með köflum, einkum suðaustanlands, en lengst af þurrt norðaustantil á landinu. Hiti yfirleitt 6 til 11 stig.
Á laugardag:
Útlit fyrir suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum en þurrt og bjart um norðaustanvert landið. Kólnar í veðri. – Spá gerð: 14.04.2019 07:56. Gildir til: 21.04.2019 12:00.