5.6 C
Reykjavik
Föstudagur - 3. febrúar 2023
Auglýsing

Katrín og Bjarni fordæma 10.2 milljarða kröfu útgerðanna – ,,Reikningurinn verði greiddur af greininni.''

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Reið þegar fyrirtæki í sjávarútvegi gera kröfu á ríkið upp á ríflega tíu milljarða auk vaxta

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að bæði fólk og fyrirtæki hafi sýnt mikla ábyrgð vegna Covid-19 og flokkar á Alþingi sömuleiðis.
„En þá verður maður líka reiður þegar fyrirtæki í sjávarútvegi gera kröfu á ríkið upp á ríflega tíu milljarða króna vegna makrílúthlutunar. Það er ekki góð leið til þess að efla samstöðu í samfélaginu,“ sagði forsætisráðherra og vísaði þar til kröfu sjö útgerða sem krefja ríkið um samanlagt 10,2 milljarða króna í skaðabætur vegna úthlutunar veiðiheimilda í makríl á árunum 2011 til 2018. Rúv sagði fyrst frá og þar kemur einnig eftirfarandi tilvitnun fram:
,,Katrín sagði jafnframt að þótt hún teldi að ríkið hefði góðan málstað í þessu máli þá fyndist henni eðlilegt að þessi fyrirtæki íhugi að draga þessar kröfur til baka. „Nú reynir nefnilega á ábyrgð okkar allra. Hvort sem við erum að reka fyrirtæki, erum launafólk eða hver sem við erum
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ræddi einnig um kröfur sjávarútvegsfyrirtækjanna í sinni ræðu. Hann sagðist hafa væntingar til þess að ríkið vinni málið. Fari svo að málið dæmist ríkinu í óhag verði reikningurinn ekki greiddur af skattgreiðendum. Reikningurinn verði greiddur af greininni.“