Rússneska varnamálaráðuneytið hefur viðurkennt að herskipið Moskva, flaggskip rússneska flotans sé sokkið eftir að sprengingu sem varð um borð í skipinu í dag. Moskva er 12.500 tonn að stærð og búið flugskeytum og fallbyssum. Það er stórsigur fyrir Úkraínumenn að þeim hafi tekist að sökkva skipinu með flugskeytum.
Úkraínumenn skutu á skipið með tveimur flugskeytum og við það kom upp eldur í skotfærageymslu skipsin. 510 manna áhöfn yfirgaf skipið án meiðsla.
Skipið sökk í Svartahafi við suðurhluta Úkraínu og það er verulegt áfall og álitshnekkir fyrir rússneska herinn að hafa misst þetta risa stóra flaggskip í innrásinni í Úkraínu en hvert áfallið á fætur öðru hefur elt Rússana og það hefur komið á óvart um allan heim, hversu lélegur og máttlaus her landsins er.
https://gamli.frettatiminn.is/21/03/2022/putin-hefur-gert-stor-og-afdrifarik-mistok/
https://gamli.frettatiminn.is/20/03/2022/putin-daemdur-fyrir-stridsglaepi/
Umræða