Sjúkraflutningamenn þurftu að bíða í fimmtíu og þrjár mínútur fyrir utan íbúð Gísla Þórs Þórarinssonar í Mehmamn í Noregi á meðan honum blæddi út. Sjúkraflutningamennirnir höfðu ekki heimild til að fara inn í íbúðina og sinna störfum sínum fyrr en lögregla kom á vettvang.
NRK greinir frá þessu.
Þar sem skotvopn koma við sögu í málum sem þessu, þá þurfa sjúkraflutningamenn í Noregi skv. reglum þar í landi, að bíða eftir að lögreglan hefur tryggt vettvang áður en þeir geta byrjað að sinna störfum á vettvangi. Lögreglan þurfti að ferðast um hálftíma leið frá Kjøllefjord til Mehamn.
Neyðarlínan fékk neyðarskilaboð frá Mehamn klukkan 05:25. Lögreglan þurfti að vopnast áður en farið var af stað og sækja lækni sem var á vakt. Lögreglan og læknirinn komu á vettvang klukkan 06:18 eða samtals 53 mínútum eftir að tilkynnt var um atvikið og þá höfðu sjúkraflutningamennirnir beðið fyrir utan húsið í 40 mínútur. Þá hafi auk þess tekið nokkrar mínútur fyrir lögreglu að tryggja vettvang.
U.þ.b. klukkustund leið því frá því að tilkynningin barst og þar til að sjúkraflutningamenn gátu farið inn í íbúðina og hlúð að Gísla. Þegar lögreglu bar að garði var hann með lífsmarki en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var hann úrskurðaður látinn á staðnum.
Bráðabirgðaniðurstöður krufninga leiddu í ljós að Gísla hafi blætt út eftir að hafa verið skotinn í lærið. Hálfbróðir hans, Gunnar Jóhann Gunnarsson, játaði á sig morðið við handtöku. Við yfirheyrslu sagði hann atvikið vera hræðilegt slys og að hann hafi ekki farið að heimili bróður síns til að vinna honum mein.
Þar sem skotvopn koma við sögu í málum sem þessu, þá þurfa sjúkraflutningamenn í Noregi skv. reglum þar í landi, að bíða eftir að lögreglan hefur tryggt vettvang áður en þeir geta byrjað að sinna störfum á vettvangi. Lögreglan þurfti að ferðast um hálftíma leið frá Kjøllefjord til Mehamn.
Neyðarlínan fékk neyðarskilaboð frá Mehamn klukkan 05:25. Lögreglan þurfti að vopnast áður en farið var af stað og sækja lækni sem var á vakt. Lögreglan og læknirinn komu á vettvang klukkan 06:18 eða samtals 53 mínútum eftir að tilkynnt var um atvikið og þá höfðu sjúkraflutningamennirnir beðið fyrir utan húsið í 40 mínútur. Þá hafi auk þess tekið nokkrar mínútur fyrir lögreglu að tryggja vettvang.
U.þ.b. klukkustund leið því frá því að tilkynningin barst og þar til að sjúkraflutningamenn gátu farið inn í íbúðina og hlúð að Gísla. Þegar lögreglu bar að garði var hann með lífsmarki en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var hann úrskurðaður látinn á staðnum.
Bráðabirgðaniðurstöður krufninga leiddu í ljós að Gísla hafi blætt út eftir að hafa verið skotinn í lærið. Hálfbróðir hans, Gunnar Jóhann Gunnarsson, játaði á sig morðið við handtöku. Við yfirheyrslu sagði hann atvikið vera hræðilegt slys og að hann hafi ekki farið að heimili bróður síns til að vinna honum mein.
Umræða