UPP SKAL HANN AFTUR!!!
Nú virðist bæjarstjórinn í Hafnarfirði loksins hafa áttað sig á því að það gengur ekki að ritskoða listina og að því tilefni er boðið upp á stuðfund í Hafnarborg á laugardaginn þar sem verkið fer aftur upp á gafl hússins!
Atburðaráss þessa máls hefur verið hin ótrúlegasta og nú virðist bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins sjálf óska eftir að verkið, sem hún fyrirskipaði að væri tekið niður, fari aftur á gaflinn. Í millitíðinni hafa fjölmörg samtök innan listaheimsins sent frá sér yfirlýsingar um að slík ritstoðun standist ekki og megi aldrei líðast. Bæjarstjórinn vill þó að listafólkið skrifi undir eithvað leyfiseyðublað sem liggur ekki fyrir að hafi verið krafan á fyrri stigum. Sýning þeirra Libiu Castro & Ólafs Ólafssonar „Töfrafundur – áratug síðar“ stendur yfir í Hafnarborg út maí og verkið er hluti sýningarinnar.
Planið er að hengja verkið aftur upp á milli 2-4, laugardaginn 15. maí og öll eru velkomin! Þá verður einnig hægt að skoða myndlistasýninguna, kaupa sér stjórnarskrárvarning og vonandi prenta á eigin föt áletranir sem tengjast okkar hjartans máli. Þessi sigur er aðeins eitt skref í því langhlaupi sem baráttan fyrir nýju stjórnarskránni er, en hann er mikilvægt skref.