Niðurstöður sem hér birtast um fylgi flokkanna í Reykjavík eru úr net- og símakönnun sem Gallup gerði dagana 9. – 13. maí 2022. Úrtakið í netkönnuninni var tilviljunarúrtak úr Viðhorfahópi Gallup, en úrtakið í símakönnuninni var tilviljunarúrtak úr Þjóðskrá.
Heildarúrtaksstærð var 2.687 manns 18 ára eða eldri með lögheimili í Reykjavík. Þátttökuhlutfall var 48,2%. Fylgistölur eru reiknaðar út frá svörum við þremur spurningum: „Ef kosið yrði til borgarstjórnar í dag, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa?“ Þeir sem voru óákveðnir voru spurðir: „En hvaða flokkur eða listi yrði líklegast fyrir valinu?“ Þeir sem enn voru óákveðnir voru spurðir: „Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?“
Umræða