Mjög snarpur jarðskjálfti fannst nú rétt í þessu á Höfuðborgarsvæðinu, hús hristust en skjálftinn var frekar stuttur en snarpur. Nánar verður greint frá stærð og staðsetningu þegar frekari fréttir berast á eftir. Samkvæmt fyrstu upplýsingum mældist hann 4,5 en staðsetning liggur ekki fyrir.
Uppfært: Skjálftinn mældist 4,7 og staðsetning var 1,3 km SA af Þrengslum. Skv. skrá Veðurstofu hefur verið mikil virkni við Grindavík.
Umræða