Helstu tíðindi frá lögreglu 14. maí frá því klukkan 05:00 til 17:00. Alls voru bókuð 48 mál á tímabilinu og þar eru þessi mál, að viðbættri ýmissi aðstoð við borgarana, helst:
05:25 Tveir menn handteknir í hverfi 101 grunaðir um brot gegn lögreglusamþykkt fyrir Reykjavíkurborg, þ.e. áflog og ofbeldistilburði. Þeir voru fluttir á lögreglustöðina við Hverfisgötu og síðan látnir lausir að lokinni skýrslutöku.
- 14:29 Óskað aðstoðar vegna minniháttar umferðarslyss í hverfi 108. Engin slys urðu á fólki, en smávægilegar skemmdir urðu á tveimur bifreiðum.
- 14:33 Óskað aðstoðar vegna líkamsárásar í hverfi 101, en þar höfðu þrír menn ráðist að einum. Árásaraðilarnir fundust ekki.
- 15:04 Óskað aðstoðar vegna innbrots í heimahús í hverfi 108.
- 16:25 Maður handtekinn í hverfi 107 grunaður um þjófnað og brot á lögreglusamþykkt fyrir Reykjavíkurborg. Sá var vistaður í fangageymslu lögreglu.
Lögreglustöð 2
- 13:36 Óskað aðstoðar vegna þjófnaðar úr nokkrum bifreiðum í hverfi 220. Þjófurinn var handtekinn skömmu síðar og vistaður í fangageymslu lögreglu.
- 15:45 Tilkynnt um þjófnað á rafmagnshlaupahjóli í hverfi 220.
Lögreglustöð 3
- 06:49 Óskað aðstoðar vegna líkamsárásar í hverfi 200, en þar hafði árásaraðili ráðist á mann og klórað hann illa.
Umræða