• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Login
Miðvikudagur, 7. júní 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
Frettatiminn
No Result
View All Result

Umferðarslys á Klettshálsi – Ökumaður fastur í bílflakinu

ritstjorn by ritstjorn
15. maí 2023
in Fréttir, Innlent
0
Foreldraofbeldi í íþróttum og vanhæfni viðbragðsaðila
Share on FacebookShare on Twitter

Á ellefta tímanum í gærmorgun barst, í gegnum Neyðarlínuna, tilkynning um umferðarslys á veginum yfir Klettsháls í Reykhólasveit. Þar mun fólksbifreið hafa farið út af veginum og oltið eina eða fleiri veltur.

Ökumaður var einn í bifreiðinni og var fastur í bílflakinu

Lögreglan á Vestfjörðum

Vegfarendur sem fyrstir komu á vettvang hlúðu að viðkomandi í bifreiðinni. Á meðal þeirra voru hjúkrunarfræðingur og læknir, sem kom sér ákaflega vel.

Björgunarsveitir af svæðinu, sjúkrabifreið og tækjabíll frá Patreksfirði ásamt lögreglu fóru á vettvang. Kallað var eftir aðstoð þyrlu LHG sem blessunarlega var í æfingaflugi þegar útkallið barst og var því fljótari en ella á vettvang.

Þegar ökumaður hafði verið losaður úr bílflakinu og fékk viðeigandi aðhlynningu var honum flogið með þyrlunni á sjúkrahús í Reykjavík. Líðan hans mun vera, eftir atvikum, stöðug.

Lögreglan á Vestfjörðum vill þakka vegfarendum þeim sem komu á vettvang og hlúðu að hinum slasaða og viðbragðsaðilum fyrir vel unnið verk.

Rannsókn á tildrögum slyssins er í höndum lögreglunnar á Vestfjörðum og rannsóknarnefndar samgönguslysa.

Discussion about this post

  • ,,Ykkar verður minnst sem vesalinga sem nenntuð ekki eða þorðuð ekki“

    ,,Ykkar verður minnst sem vesalinga sem nenntuð ekki eða þorðuð ekki“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Líkfundurinn við Borgarnes

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • ,,Þess vegna sit ég hér og bölva“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Vann 78 milljónir í Lottóinu

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Ragnar Þór boðar til mótmæla – ,,Rísum upp gegn óréttlætinu!“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
ADVERTISEMENT

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Home
  • Landing Page
  • Buy JNews
  • Support Forum
  • Contact Us

Fréttatíminn © 2023

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?