Mjög alvarlegt bílslys varð á Reykjanesbraut skammt frá Sprengisandi rétt í þessu. Búast má við umfangsmiklum töfum á umferð á svæðinu, en Bústaðavegur er lokaður við Reykjanesbraut
Um var að ræða þriggja bíla árekstur að ræða. Tveir hafa verið fluttir á slysadeild, en ekki er vitað nánar um líðan þeirra að svo stöddu. Rannsókn lögreglu stendur nú yfir á vettvangi.
Bústaðavegur er lokaður við Reykjanesbraut vegna umferðarslyss. Miklar tafir eru á Reykjanesbraut.
Umræða