Veðurhorfur á landinu
Norðaustlæg eða breytileg átt, 3-10 en 10-15 við Breiðafjörð og með suðausturströndinni síðdegis í dag. Hægari austlæg átt á morgun. Skýjað austan og norðaustanlands og dálítil væta við ströndina fram eftir morgni en skýjað með köflum eða léttskýjað sunnan og vestantil. Léttir heldur til norðanlands síðdegis á morgun en líkur á þokulofti annað kvöld. Hiti frá 8 stigum norðaustantil upp í 20 stig á Suður- og Vesturlandi.
Spá gerð: 14.06.2019 04:37. Gildir til: 15.06.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Hæg austlæg átt og dálítil væta suðaustantil á landinu, en skýjað með köflum og þurrt annarsstaðar. Hiti 12 til 18 stig, en svalara með austurströndinni.
Á mánudag (lýðveldisdagurinn):
Norðaustan 3-8 m/s, en 8-13 á Vestfjörðum. Skýjað að mestu og víða dálítil rigning. Hiti 8 til 15 stig yfir daginn, hlýjast vestanlands.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Fremur hæg norðlæg átt og yfirleitt skýjað. Súld með köflum með norðurströndinni og stöku skúrir syðst á landinu en þurrt annarsstaðar. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Suðurlandi.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir hæga breytileg átt, að mestu skýjað en þurrt. Hiti 8 til 14 stig.
Spá gerð: 14.06.2019 08:00. Gildir til: 21.06.2019 12:00.
Hugleiðingar veðurfræðings
Veðrið í dag er svipað og það hefur verið undanfarna daga, og ekki að sjá neinar stórvægilegar breytingar á veðurlagi næstu daga. Heldur léttir til norðaustantil í kvöld og á morgun en áfram er útlit fyrir að hlýjast verði í innsveitum sunnan og vestanlands, þar sem hiti gæti farið yfir 20 gráður. Á morgun lægir talsvert, og í kjölfarið getur hafgolan látið til sín taka, en þokuloft yfir landi virðist þó bundið við næturlag. Eftir helgi er útlit fyrir skúri eða rigningu á sunnanverðu landinu, eftir langvarandi þurka þar en enn er ekki spáð neinni úrkomu að ráði á vestanverðu landinu.
Spá gerð: 14.06.2019 06:31. Gildir til: 15.06.2019 00:00.