-4.2 C
Reykjavik
Miðvikudagur - 8. febrúar 2023
Auglýsing

Lögreglan lýsir enn eftir rúmenskum karlmanni

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir rúmenskum karlmanni, Pioaru Alexandru Ionut, sem kom til landsins fyrripart síðustu viku í sex manna hópi. Tveir úr honum hafa greinst með COVID-19 og því er uppi grunur að það sama geti átt við um manninn sem leitað er að.
Tveir samlandar hans, sem lýst var í gær, eru fundnir og eru í vörslu lögreglu. Myndir af þeim voru birtar í fjölmiðlum í gær, en meðfylgjandi er mynd af Ionut, sem er á þrítugsaldri.
Þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Ionut, eða vita hvar hann er niðurkominn, eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögreglu í síma 112. Starfsmenn gististaða og hótela eru sérstaklega beðnir um að vera á varðbergi og tilkynna um Ionut hafi þeir orðið varir við ferðir hans.