Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhald yfir konu sem er grunuð um að svíkja 25 milljónir af minnst ellefu mönnum, þar af fjórum sem eru með þroskaskerðingu. Hátt í 400 karlmenn hafa lagt yfir 200 milljónir á bankareikning konunnar síðustu tvö ár. Ríkisútvarpið fjallað ítarlega um málið og þar kemur m.a. fram að kona sé með spilafíkn og er sögð hafa svikið 25 milljónir af ellefu karlmönnum.
Málið teygir sig allt aftur til ársins 2018. Sjálf segist konan vera haldin alvarlegri spilafíkn. Hún er í föstu starfi og þénaði árið 2021 um sjö milljónir króna en verður í gæsluvarðhaldi til 30. júní.
Yfir 200 milljónir lagðar inn á reikning konunnar
Rannsókn fjármunabrotadeildar lögreglu er rakin ítarlega í úrskurði héraðsdóms. Ábending barst frá skrifstofu fjármálagreininga lögreglu um að konan hefði sett sig í samband við karlmenn á einkamálasíðum til að hafa þeim pening. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að á tveimur árum hefðu um 400 karlmenn lagt yfir 200 milljónir á bankareikninga konunnar. Fram kemur í frétt rúv.is að sumir þessara manna hafi verið sjúklingar og/eða vanheilir en hægt er að lesa fréttina í heild sinni HÉR
Umræða