Klukkan 23:05 í gærkvöld var lögreglan kölluð til vegna hóps manna sem greindi á í austurbænum. Þegar leið á deilurnar þá dró einn í hópnum fram hníf. Lagt var hald á hnífinn og einn aðili bíður nú ákvörðun ákærusviðs um framhald málsins.
Þá var aðili handtekinn í Hafnarfirði vegna gruns um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Sá hinn sami hafði ekki ökuskírteini sitt undir höndum þegar afskipti voru höfð. Um klukkan tv0 í nótt var aðili handtekin vegna gruns um líkamsárás í miðborginni, hann var undir talverðum áhrifum fíkniefna og gistir nú fangageymslu og verður yfirheyrður síðar í dag.
Um hálf þrjú leitið í nótt var aðili handtekinn vegna gruns um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Viðkomandi reyndist jafnframt vera sviptur ökuréttindum. Að öðru leyti hefur verið róleg hjá lögreglu nú nótt en það komu ekki nema20 verkefni inn á borð hennar.